UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
SVÞ setja sér umhverfisstefnu
Stjórn SVÞ samþykkti á fundi sínum þann 8. október sl. umhverfisstefnu fyrir samtökin. Umhverfisstefnan tekur bæði til innra starfs samtakanna en markmið hennar er ekki síður að vera aðildarfyrirtækjum og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni.
Umhverfisdagurinn í beinni útsendingu!
Horfðu hér á Umhverfisdag atvinnulífsins í beinni á netinu!
Umhverfisdagur atvinnulífsins – Hvaða fyrirtæki fá verðlaunin í ár?
Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn rafrænt á miðvikudaginn, þann 14. október 2020 frá 8.30-10.00.
Vel heppnaðar vinnustofur með BravoEarth um umhverfisstefnu
Nýlega bauðst fyrirtækjum innan SVÞ að sækja vinnustofur með þeim Vilborgu Einarsdóttur og Kjartani Sigurðssyni frá BravoEarth. Á vinnustofunum fóru þau Vilborg og Kjartan yfir helstu atriði sem snúa að mótun, utanumhaldi og innleiðingu umhverfisstefnu.
Áhugasamir þátttakendur á fyrirlestri um innleiðingu umhverfisstefnu
Þátttakendur voru mjög áhugasamir á morgunlestri SVÞ um mótun, utanumhald og innleiðingu umhverfisstefnu, sem haldinn var nýverið. Upptaka er nú aðgengileg félagsmönnum SVÞ…
Morgunfyrirlestur: Umhverfisstefna – frá fyrirsögn til framkvæmdar
Morgunfyrirlestur þar sem farið verður yfir uppbyggingu á umhverfisstefnu, hvað þarf að vera til staðar og hverjar eru helstu áskoranir innan sem utan veggja fyrirtækisins.