UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Mikil þátttaka og fjölmargar spurningar um ný lagaákvæði um einnota plastvörur
Mikil þátttaka var og fjölmargar spurningar kviknuðu í kjölfar fyrirlesturs Dr. Gró Einarsdóttur frá Umhverfisstofnun um ný lagaákvæði um einnota plastvörur sem gildi taka í sumar.
Hvað er bannað og hvað má? Ný lagaákvæði um einnota plastvörur
3. júli 2021 tekur í gildi bann við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum ákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu. Í veffyrirlestri þann 14. apríl fer sérfræðingur Umhverfisstofnunnar m.a. yfir hvað plast er, hvað einnota er, hvað er bannað að setja á markað, hvað er bannað að afhenda án endurgjalds og hvernig beri að merkja einnota plastvörur.
Veffyrirlestur: Hvað er bannað og hvað má? Bann við afhendingu á burðarpokum úr plasti
Í upphafi árs tók í gildi bann við afhendingu á burðarpokum úr plastið. Í veffyrirlestri þann 21. apríl fer sérfræðingur Umhverfisstofnunnar m.a. yfir hvað felst í banninu, hvað sé leyfilegt og hvað ekki, og hvaða lausna er hægt að leita.
Frá Umhverfisstofnun: Áhrif BREXIT í efnamálum
Umhverfisstofnun hefur tekið saman yfirlit yfir áhrifin af Brexit á viðskipti með vörur sem falla undir efnalög og er samantektin birt á vefsíðu stofnunarinnar…
(Grænar) sjálfbærni fjárfestingar fyrir verslun og þjónustu
Bjarni Herrera frá CIRCULAR Solutions fær til sín góða gesti og kynnir okkur fyrir grænum og sjálfbærnifjárfestingum, en von er á frumvarpi um skattaívilnanir fyrir slíkar fjárfestingar, sem hluti af stöðugleikaaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Terra en framtak ársins á sviði umhverfismála eiga Netpartar.