SAMTÖK HEILBRIGÐISFYRIRTÆKJA
SH – Samtök heilbrigðisfyrirtækja voru stofnuð 16. mars 2010. Markmiðið með stofnun hópsins var að mynda einn vettvang sem yrði sameiginlegur málsvari sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.
Tilgangur samtakanna er:
- að gæta hagsmuna sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
- að tryggja góða samvinnu milli sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja og hins opinbera
- að bæta rekstrarskilyrði sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
- að styðja framþróun heilbrigðismála á Íslandi.
Stjórn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja:
Dagný Jónsdóttir, formaður
Jóhannes Heimir Jónsson
Knútur Óskarsson
Kristján Guðmundsson
Gunnlaugur Sigurjónsson
Varamenn:
Stefán E. Matthíasson
Þórarinn Guðnason
SVÞ og SH sjá um hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisfyrirtæki innan samtakanna.
Öllum erindum má beina til skrifstofu SVÞ á netfang svth(hjá)svth.is eða í síma 511 3000.

Stefán Matthíasson endurkjörinn formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja var haldinn 30. mars s.l. en samtökin starfa sem kunnugt er undir hatti SVÞ. Gestur fundarins var Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndarnefndar Alþingis og flutti hún hreinskilið ávarp um stefnu ríkistjórnarinnar í...
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja árið 2017
Fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 15.30 Kviku, 1. hæð, Húsi atvinnulífsins Dagskrá: 15.15 Húsopnun – Kaffiveitingar 15.30 Málstofa - öllum opin Hlutverk einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni Gestur fundarins er Nichole Leigh Mosty formaður velferðarnefndar...
Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu
Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins kynnti í morgun greiningu sína á íslensku heilbrigðiskerfi á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Samtaka verslunar og þjónustu undir yfirskriftinni „Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í...
Heilbrigð samkeppni – morgunverðarfundur 28. sept. nk.
Samtök heilbrigðisfyrirtækja, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar miðvikudaginn 28. september um tækifæri og áskoranir í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Heilbrigð samkeppni er yfirskrift fundarins en þar munu...