SAMTÖK HEILBRIGÐISFYRIRTÆKJA
SH – Samtök heilbrigðisfyrirtækja voru stofnuð 16. mars 2010. Markmiðið með stofnun hópsins var að mynda einn vettvang sem yrði sameiginlegur málsvari sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.
Tilgangur samtakanna er:
- að gæta hagsmuna sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
- að tryggja góða samvinnu milli sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja og hins opinbera
- að bæta rekstrarskilyrði sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
- að styðja framþróun heilbrigðismála á Íslandi.
Stjórn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja:
Dagný Jónsdóttir, formaður
Jóhannes Heimir Jónsson
Knútur Óskarsson
Kristján Guðmundsson
Gunnlaugur Sigurjónsson
Varamenn:
Stefán E. Matthíasson
Þórarinn Guðnason
SVÞ og SH sjá um hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisfyrirtæki innan samtakanna.
Öllum erindum má beina til skrifstofu SVÞ á netfang svth(hjá)svth.is eða í síma 511 3000.

Heilbrigðiskerfið á krossgötum
Björn Zoega, forstjóri Karolinska sjúkrahússins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA eru meðal þeirra sem halda erindi á sérstökum fundi SA og SVÞ um heilbrigðismál 25. ágúst…
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2021
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2021 var haldinn 19. maí s.l. Gestur fundarins var Bjarni Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2021
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja verður haldinn fimmtudaginn 20. maí 2021 kl. 16:00 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Sjá dagskrá og skráningu hér.
Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja ekki lagastoð fyrir frestun skurðaðgerða
Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja að landlækni hafi skort lagastoð fyrir að fresta valkvæðum skurðaðgerðum. Samtökin hafa sent heilbrigðisráðneytinu erindi og gert grein fyrir þeirri afstöðu.