Eðli smásölu að breytast

Eðli smásölu að breytast

Í opnuviðtali í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 18. október sl. segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ eðli smásölu vera að breytast. Samkeppniseftirlitið taki ekki nægt tillit til alþjóðlegs eðlis smásölumarkaðar og verði að fara að horfa víðar á málin. Netverslun sé það sem koma skal. Umfjöllun má sjá á vef Viðskiptablaðsins hér og í tölublaðinu frá 18. október.

Mynd: Haraldur Guðjónsson fyrir Viðskiptablaðið

Kerfið of seint að bregðast við breyttum aðstæðum

Kerfið of seint að bregðast við breyttum aðstæðum

Í opnuviðtali í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 18. október sl. vakti Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ athygli á því að kerfið sé of seint að bregðast við breyttum aðstæðum. Þetta hafi alvarleg áhrif á atvinnulífið. Umfjöllun má sjá á vef Viðskiptablaðsins hér og tölublaðinu frá því 18. okt.

Mynd: Haraldur Guðjónsson fyrir Viðskiptablaðið

Námskeið: Sölubestun vefverslana, 24. október kl. 9:00-12:00

Námskeið: Sölubestun vefverslana, 24. október kl. 9:00-12:00

Vefverslanir: Sölubestun (e. Conversion rate optimization). Hvernig nærðu hámarks sölu í vefversluninni þinni?

Á námskeiðinu lærir þú hvernig þú getir getur gert einfaldar breytingar á vefsíðunni þinni til þess að auka sölu og ánægju viðskiptavina. Farið verður yfir vefgreiningar og hvernig hægt er að sjá hvort og hvar vandamál eru sem þarf að laga. Í kjölfarið verður farið yfir algengustu atriðin sem hægt er að bæta til þess að auka sölu og að lokum verður farið yfir aðferðafræði til að vera sífellt að bæta vefinn með marvissum prófunum og bestun.

Kennari: Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri Elko Bragi Þór hefur sérhæft sig stafrænni markaðssetningu og hefur unnið verkefni tengd sölu- og leitarvélabestun fyrir bílaleigur, bókunarvefi, vefverslanir ofl. Hann var ráðgjafi í markaðssetningu á netinu hjá Kapli markaðsráðgjöf, markaðsstjóri TripCreator sem er sölu- og bókunarvefur fyrir flugfélög og ferðaskrifstofur og er núna markaðsstjóri ELKO og er þar ábyrgur fyrir sölu í einni stærstu vefverslun landsins. Bragi hefur kennt námskeið í markaðssetninu á netinu og haldið fyrirlestra um stafræna markaðssetningu í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst.

24. október kl. 9:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík

Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða 4.000kr.

TILVALIÐ AÐ FYLGJA ÞESSU EFTIR MEÐ NÁMSKEIÐI UM LEITARVÉLABESTUN FYRIR VEFVERSLANIR 13. NÓVEMBER – SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ UPPLÝSINGAR OG SKRÁ ÞIG

 

UPPSELT ER Á ÞETTA NÁMSKEIÐ!

Vertu á póstlistanum og fylgstu með á Facebook, Twitter og LinkedIn svo þú missir ekki af fleiri gagnlegum viðburðum hjá SVÞ!

Hæstiréttur staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti

Hæstiréttur staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti

Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að halda við lýði banni við innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. Fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. fór í mál við ríkið og krafðist skaðabóta þar sem fyrirtækinu var ekki heimilað að flytja hingað til lands lífrænt ferskt nautakjöt frá Hollandi á árinu 2014. Hæstiréttur tók undir með málatilbúnaði fyrirtækisins um að sú synjun hefði farið gegn skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum sem leiddi til bótaskyldu ríkisins gagnvart fyrirtækinu. Námu bæturnar andvirði kjötsins og flutningskostnaði. Þá var ríkið dæmt til að greiða fyrirtækinu málskostnað á báðum dómstigum.

Niðurstaða dómsins er því í fullu samræmi við fyrri ábendingar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, en samtökin hafa háð áralanga baráttu fyrir afnámi þessara takmarkanna. Upphaf málsins má rekja til kvörtunar samtakanna til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2011 þar sem ESA, og síðar einnig EFTA-dómstóllinn og Héraðsdómur Reykjavíkur, komust að sömu niðurstöðu,að núgildandi innflutningstakmarkanir á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum séu andstæðar EES-samningnum.

Ferskar kjötvörur ehf., aðildarfyrirtæki SVÞ, stefndi íslenska ríkinu og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem það varð fyrir sökum synjunar á heimild til að flytja til landsins ferskar lífrænt ræktaðar nautalundir frá Hollandi. Krafðist fyrirtækið þess að aflað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf væri í samræmi við EES-samninginn. Var fallist á þá beiðni og var niðurstaða dómstólsins að bannið samræmist á engan hátt skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, í nóvember 2018, var á þá sömu. Þrátt fyrir skýra niðurstöðu dómsins var málinu áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu íslenska ríkisins og kvað rétturinn upp dóm sinn fyrr í dag. Í dómi sínum fyrr í dag staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði til forsenda hans í niðurstöðu sinni.

SVÞ fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem er lokaáfangi í baráttu samtakanna sem hófst með kvörtun SVÞ árið 2011. Að sama skapi gagnrýna SVÞ tregðu stjórnvalda að bregðast við rökstuddum og málefnalegum niðurstöðum dómstóla í málinu. Skora samtökin á stjórnvöld og Alþingi að taka á málinu í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Er það krafa SVÞ að innflutningur á fersku kjöti, sem unnið er í samræmi við strangar samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöfina.

 

Skýrslan Framleiðni í íslenskri verslun er komin út

Skýrslan Framleiðni í íslenskri verslun er komin út

Á tímabilinu 2008 til 2017 hækkaði framleiðni vinnuafls í heild- og smásöluverslun um 3,7% á ári. Framleiðnivöxturinn var meiri í smásölu en heildverslun og meiri en í atvinnulífinu í heild. Þannig var árlegur vöxtur í framleiðni vinnuafls í smásölu 4,5%, um 1,8% í heildverslun og um 1,5% hjá öllum atvinnugreinum í heild sinni. Ein skýring sem nefnd hefur verið fyrir lægri vexti í framleiðni í heildverslun er sú að lítið hafi verið um tækninýjungar í greininni.

Skýrslan er hugsuð sem viðbót við skýrsluna Íslensk netverslun –áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni.

Skýrsluna má nálgast hér.

Verslun Íslendinga í íslenskri netverslun

Verslun Íslendinga í íslenskri netverslun

Á dögunum gaf Rannsóknarsetur verslunarinnar út skýrsluna Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni þar sem fjallað er um áhrif stafrænnar tækni á verslun og verslunarhegðun Íslendinga.

Í skýrslunni birtast í fyrsta sinn tölur um veltu innlendar netverslunar og netverslun Íslendinga frá öðrum löndum. Gagnasöfnunin sem tölurnar byggja á er einstök og ekki er vitað til að slík gagnasöfnun hafi átt sér stað áður.

Á skýringarmyndinni hér fyrir neðan má sjá helstu tölur varðandi netverslun Íslendinga innanlands og skýrsluna í heild sinni má sjá á svth.is/netverslun.

Íslensk netverslun infographic